Varnarmálaráðherra biðst afsökunar á drónaárás

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á drónaárás sem Bandaríkjamenn gerðu í Kabúl í Afganistan 29. ágúst. Tíu almennir borgarar létust í árásinni.

„Ég votta fjölskyldu fórnarlambanna mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Austin í yfirlýsingu. 

„Við biðjumst velvirðingar og munum læra af þessum hræðilegu mistökum.“

Fórnarlömb árásarinnar voru fjölskylda og einstaklingur sem starfaði við mannúðaraðstoð, yngsta fórnarlamb árásarinnar var tveggja ára. 

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP
mbl.is