Verja stærstu tré heims í eldvarnarteppum

Slökkviliðsmenn vinna að því að verja þjóðgarðinn.
Slökkviliðsmenn vinna að því að verja þjóðgarðinn. AFP

Stærstu tré heimsins, sem eru í Kaliforníu í Bandaríkjunum, voru vafin í dag í eldvarnarteppi til þess að verja þau gegn gróðureldum sem geisa á svæðinu.

Meðal trjánna er Sherman hershöfðingi sem er stærsta tré heims, 83 metrar að hæð, en þess má geta að Hallgrímskirkja er 74,5 metrar að hæð. Risafururnar eru margar tvö til þrjú þúsund gamlar. 

Sherman hershöfðingi er stærsta tré heims.
Sherman hershöfðingi er stærsta tré heims. AFP

„Slökkviliðsmenn eru að gera sérstakar ráðstafanir til þess að vernda þessi tré,“ sagði Christy Brigham umsjónarmaður garðsins við fjölmiðla. 

Þúsundir hektara hafa brunnið í gróðureldum í Kaliforníu þetta árið.

mbl.is