Öryggisráð SÞ lýsir yfir áhyggjum vegna deilna í Sómalíu

Mohamed Hussein Roble, forætisráðherra Sómalíu.
Mohamed Hussein Roble, forætisráðherra Sómalíu. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir miklum áhyggjum af deilum sem standa nú milli forseta og forsætisráðherra Sómalíu og hvatti til bæði aðhalds og nýrra viðræðna.

Ágreiningurinn milli leiðtoganna tveggja magnaðist í vikunni er Mohamed Abdulahi Mohamed, forseti Sómalíu sem kallaður er Farmajo, stöðvaði framkvæmdavald Mohamed Hussein Roble, forætisráðherra Sómalíu.

Leiðtogarnir tveir hafa tekist talsvert á í þessum mánuði sem gæti haft þau áhrif að kosningar í Sómalíu sem eiga að verða 10. október munu tefjast.

Hvöttu alla hagsmunaðila til að viðhalda friði

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatti „alla hagsmunaaðila til að gæta hófs og undirstrikuðu mikilvægi þess að viðhalda friði, öryggi og stöðugleika í Sómalíu“. Yfirlýsingin kemur degi eftir að neyðarfundur ráðsins var haldinn, að beiðni Bretlands.

Erfitt hefur veri að halda kosningar í Sómalíu í nokkra mánuði núna en fjögurra ára tímabil Farmajo rann út í febrúar. Þingið framlengdi þá tímabil hans fram í apríl sem olli skæðum mótmælum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en einhverjir litu á framlenginguna sem valdarán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert