Stefnir í 2,7 gráðu hækkun

„Að ná ekki markmiðinu mun verða til gríðarlegs mannfalls og …
„Að ná ekki markmiðinu mun verða til gríðarlegs mannfalls og skerðingu á lífsgæðum,“ sagði Guterres. AFP

Sökum slaks árangurs í að draga úr losun stefnir heimsbyggðin óðfluga í átt að hörmulegri 2,7 gráðu hækkun að sögn aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres.

Ummæli Guterres féllu í kjölfar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í byrjun ágúst. Þar kemur fram að losun gróðurhúsaloftslaga eftir löndum sé ekki í neinu samræmi við þau loforð sem gefin voru við undirritun Parísarsáttmálans árið 2015.

Því muni heimsbyggðin sjá umtalsverða hækkun hitastigs á komandi árum.

„Heimurinn er á hörmulegri leið í átt að 2,7 gráðu hækkun á hitastigi jarðar,“ sagði Guterres í yfirlýsingu sinni.

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. AFP

Verði til gríðarlegs mannfalls

Talan er umtalsvert hærri en markmið Parísarsáttmálans, en þar er markmiðið að halda hitastiginu töluvert undir tveimur gráðum og helst undir 1,5 gráðum.

„Að ná ekki markmiðinu mun verða til gríðarlegs mannfalls og skerðingu á lífsgæðum,“ sagði Guterres.

Við undirritun Parísarsáttmálans lofuðu þjóðir heimsins að draga verulega úr losun auk þess að veita þeim löndum sem eru hvað viðkvæmust gagnvart loftslagsbreytingum aukna aðstoð.

Þegar skýrslan var birt í byrjun ágúst var lýst yfir „rauðri aðvörun“ fyrir mannkynið og ítarleg gögn gáfu til kynna að jörðin myndi fara yfir 1,5 gráðu markmiðið árið 2030, eftir rétt rúm átta ár.

Það er áratugi fyrr en spáð var fyrir aðeins þremur árum.

mbl.is