Hraun flæðir yfir vegi á La Palma

Hraun flæðir yfir vegi nærri gossvæðinu á La Palma.
Hraun flæðir yfir vegi nærri gossvæðinu á La Palma. Skjáskot/Facebook

Hraun er tekið að flæða yfir vegi í hlíðum eyjunnar La Palma, þar sem eldgos hófst á þriðja tímanum. Í myndbandi frá eldfjallafræðihópi Kanaríeyja má sjá hvernig hraun flæðir yfir malbikaðan veg. 

Gosið hóst uppúr klukkan 14 að íslenskum tíma og stígur nú upp mikill gosmökkur til himna. Skógareldar virðast hafa breiðst út í kringum gossvæðið. 


 

mbl.is