Rusesabagina í 25 ára fangelsi

Rusesabagina er þekktur fyrir að hafa falið tútsa á hóteli …
Rusesabagina er þekktur fyrir að hafa falið tútsa á hóteli sínu þegar þjóðarmorðin í Rúanda áttu sér stað, 1994. AFP

Paul Rusesabagina hefur verið sakfelldur fyrir að standa að baki hryðjuverkasamtökum á árunum 2018 og 2019 og hlaut þar með 25 ára fangelsisdóm. Hann er 67 ára gamall. 

Dóttir Rusesabagina hafði biðlað til belgískra og bandarískra stjórnvalda um aðstoð í máli föður síns. Fjölskyldan heldur því fram að hann hafi verið numinn á brott frá Dúbaí og þannig færður með valdi til Rúanda, en hann hefur verið í útlegð þaðan undanfarin ár.

Veitti fjármagn til vopnaðra sveita

Rusesabagina er best þekktur fyrir að fela hundruð tútsa á hót­eli sínu í þjóðarmorðunum í Rú­anda árið 1994. Hann var jafnframt innblásturinn að kvikmyndinni Hótel Rúanda, sem hlaut óskarsverðlaun. 

Ruses­a­bag­ina stofnaði síðar stjórn­mála­flokk til höfuðs stjórn­ar­flokki Rú­anda sem hafði til umráða vopnaðar sveit­ir staðsett­ar í Kongó. Hann hef­ur gagn­rýnt for­seta Rú­anda, Paul Kagame, ít­rekað. 

Vopnuðu sveitirnar eru sakaðar um að hafa haldið úti árásum á árunum 2018 og 2019 þar sem níu manns hafi látið lífið. Rusesabagina segist aldrei hafa hvatt til þess að beina árásum að almennum borgunum en viðurkennir að hafa veitt fjármagn til sveitanna. 

Þetta kemur fram í frétt BBC.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert