Mæla mun sterkari skjálftavirkni

Aska þeytist upp úr gosopi á eyjunni.
Aska þeytist upp úr gosopi á eyjunni. AFP

Skjálftamælanet Kanaríeyja hefur síðustu fjórar klukkustundir skynjað mun sterkari skjálftavirkni en áður, á eldfjallaeyjunni La Palma.

Auknar gassprengingar í kvikunni við gosopin valda þessu, að því er Eldfjallafræðistofnun Kanaríeyja greinir frá.

Stofnunin hefur einnig birt myndskeið frá virkninni við eina sprunguna, eins og hún var fyrir um klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert