Mæla mun sterkari skjálftavirkni

Aska þeytist upp úr gosopi á eyjunni.
Aska þeytist upp úr gosopi á eyjunni. AFP

Skjálftamælanet Kanaríeyja hefur síðustu fjórar klukkustundir skynjað mun sterkari skjálftavirkni en áður, á eldfjallaeyjunni La Palma.

Auknar gassprengingar í kvikunni við gosopin valda þessu, að því er Eldfjallafræðistofnun Kanaríeyja greinir frá.

Stofnunin hefur einnig birt myndskeið frá virkninni við eina sprunguna, eins og hún var fyrir um klukkustund.

mbl.is