Mistök sem gætu kostað mannslíf

Í tölvupósti sem breska varnarmálaráðuneytið sendi voru netföng, og í …
Í tölvupósti sem breska varnarmálaráðuneytið sendi voru netföng, og í sumum tilvikum ljósmyndir, ríflega 250 túlka sem störfuðu fyrir Breta í Afganistan. AFP

Breska varnarmálaráðuneytið hefur beðist afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar ráðuneytið birti netföng ríflega 250 afganskra túlka sem hafa óskað eftir að fá að flytja til Bretlands. 

Mistökin komu í ljós á sama tíma og bresk stjórnvöld viðurkenndu að hafa skilið eftir mörg hundruð Afgana, sem eiga rétt á flutningi, í hamaganginum sem fylgdi þegar rýmingar stóðu eftir eftir að talíbanar komust til valda í landinu. 

Túlkur sagði í samtali við BBC að þessi mistök gætu …
Túlkur sagði í samtali við BBC að þessi mistök gætu kostað mannslíf. AFP

BBC segir að í tölvupósti sem teymi á vegum varnarmálaráðuneytisins sendi varðandi aðstoð við fólksflutninga, hafi verið að finna heimilisföng rúmlega 250 einstaklinga. Þannig að allir sem fengu póstinn gátu séð þessar upplýsingar. Ljósmyndir fylgdu einnig með mörgum nöfnum. 

Þá munu starfsmenn varnarmálaráðuneytisins hafa sent annan tölvupóst um hálftíma síðar þar sem allir voru hvattir til að breyta netföngum sínum. 

Einn túlkur sagði í samtali við BBC að þessi mistök gætu kostað mannslíf, ekki síst þeirra sem enn væru í Afganistans.

Talsmaður ráðuneytisins sagði í gær að rannsókn væri hafin. „Við biðjum alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum mistökum og við vinnum nú hörðum höndum að því að tryggja að svona laga endurtaki sig ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert