Telja Petito hafa verið myrta

AFP

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að rannsakendur í Wyoming hafi úrskurðað að Gabrielle Pe­tito hafi verið myrt.

Gabrielle Pe­tito hvarf er hún var á ferðalagi með kærasta sínum Bri­an Laun­drieLík Petito fannst á sunnudaginn í skógi í Wyoming. Í gær hófst húsleit á heimili Laundrie. 

„Dánarorsök bíður endanlegrar niðurstöðu krufningar,“ sagði alríkislögreglan.

„Allir sem hafa upplýsingar um hlutverk Laundrie í þessu máli eða hvar hann er staddur núna ættu að hafa samband við FBI,“ sagði alríkislögreglan.

AFP
mbl.is