Aðstoðarmanni forseta sýnt banatilræði

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu. AFP

Sergei Shefir, helsta aðstoðarmanni Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, var sýnt banatilræði í morgun þegar skotárás var gerð á bíl hans.

Innanríkisráðherra Úkraínu greindi frá þessu.

„Meira en 10 byssukúlur lentu á bílnum. Ökumaðurinn er alvarlega særður,” sagði Anton Gerashchenko á Facebook.

Hann bætti við að skotin hefðu komið úr sjálfvirkum byssum.

mbl.is