Hjón fundust látin í Noregi

Dánarorsök hjónanna er enn óviss.
Dánarorsök hjónanna er enn óviss. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lögregla í Kolbotni í Noregi fékk tilkynningu um alvarlegt ofbeldi í íbúðarhúsi á öðrum tímanum í nótt að norskum tíma. Er lögreglu bar að garði voru bæði maður og kona látin. 

Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Í fréttatilkynningu lögreglunnar í Kolbotni segir að hjónin höfðu bæði verið með mikla áverka en lögreglan vill ekki tjá sig hvort að einhver utanaðkomandi hafi átt að sök. Dánarorsök hjónanna er enn ókunn.

mbl.is