Eru í „skýjunum“ með að Valli sé á lífi

Valli í góðu stuði á Höfn í Hornafirði.
Valli í góðu stuði á Höfn í Hornafirði.

Fréttastofa Reuters fjallaði um ferðalag rostungsins Valla til Íslands í gær. Þar kemur fram að fyrir rétt tæpum mánuði hafi Valli sést í West Cork á Írlandi. Síðan er ekkert vitað um ferðir hans þar til hann mætti loks til Íslands í vikunni. 

„Við erum alveg í skýjunum með það að hann sé ekki einungis á lífi og vel haldinn heldur líka nú á leið aftur til norðurskautsins, þar sem hann á heima,“ segir talsmaður dýraverndunarsamtakanna Seal Rescue Ireland. Samtökin staðfestu það í samtali við Reuters að rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í vikunni hafi í raun verið Valli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert