Leyfa örvunarskammta fyrir afmarkaðan hóp

Yfirvöld í Bandaríkjunum gefa grænt ljós á Pfizer-örvunarskammt.
Yfirvöld í Bandaríkjunum gefa grænt ljós á Pfizer-örvunarskammt. AFP

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið leyfi fyrir því að veita afmörkuðum hópi Bandaríkjamanna örvunarskammt af bóluefni Pfizer.

Mun hópurinn telja einstaklinga á aldrinum 65 og eldri, einstaklinga sem eru í mikill hættu á að veikjast alvarlega og þá sem eru berskjaldaðir gagnvart veirunni.

„Ákvörðunin í dag sýnir að vísindi og upplýsingar munu halda áfram að leiða ákvarðanatöku bandaríska lyfjaeftirlitsins sem varða bólusetningar gegn Covid-19 sjúkdómnum í þessum heimsfaraldri,“ sagði Janet Woodcock, yfirmaður lyfjaeftirlitsins.

Notast yrði við mRNA-bóluefni

Dr. Antony Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna sagði á dögunum í viðtali við breska dagblaðið Telegraph að þriðji bóluefnaskammturinn kæmi til með að vera nauðsynlegur.

Taldi hann líklegt að mRNA-bóluefni, á borð við bóluefni Pfizer, yrði þá notað.

mbl.is