Áhyggjur af matarskorti vegna orkukreppu

Nick Allen, forstjóri Samtaka breskra kjötiðnaðarmanna, segir að það gætu …
Nick Allen, forstjóri Samtaka breskra kjötiðnaðarmanna, segir að það gætu verið um tvær vikur í að breskt kjöt hverfi úr hillum stórmarkaða. AFP

Heildsöluverð á gasi í Bretlandi hefur hækkað um 250% frá áramótum. Síðan í ágúst hefur það hækkað um 70%.

Sky News greinir frá ástæðunni fyrir þessu og hvernig þessi staða hefur aukið áhyggjur af matarskorti í landinu.

Verð á gasi hefur hækkað mikið undanfarnar vikur sem hefur valdið því að sum orkufyrirtæki hafa hætt starfsemi sinni og hafa áhyggjur verið uppi um matarskort í Bretlandi.

Gasmarkaðurinn skiptir sköpum fyrir orkuöflun Bretlands í tengslum við upphitun, iðnað og orkuvinnslu. Árið 2020 voru 38% af gasþörf landsins notuð til húshitunar, 29% til raforkuframleiðslu og 11% til iðnaðar og viðskipta.

Koltvísýringur er notaður við slátrun á búfé og til að …
Koltvísýringur er notaður við slátrun á búfé og til að lengja geymsluþol afurða. AFP

Hefur töluverð áhrif á matvælaiðnaðinn

Þessi mikla verðhækkun á gasi í Bretlandi hefur valdið því að tveimur stórum áburðarverksmiðjum í Teesside og Cheshire sem framleiða koltvísýring (CO2) sem aukaafurð hefur verið lokað og þannig hefur dregið úr framboði fyrir matvælaiðnaðinn.

Koltvísýringur er notaður við slátrun á búfé og til að lengja geymsluþol afurða og er hann því mikilvægur fyrir kælikerfi. Matvælaframleiðendur hafa varað við því að birgðir af kjöti, alífuglum og gosdrykkjum gætu átt undir högg að sækja vegna skortsins.

Nick Allen, forstjóri Samtaka breskra kjötiðnaðarmanna, segir að það gætu verið um tvær vikur þangað til breskt kjöt hverfur úr hillum stórmarkaða.

Gasmarkaðurinn skiptir sköpum fyrir orkuöflun Bretlands vegna hlutverks hans í …
Gasmarkaðurinn skiptir sköpum fyrir orkuöflun Bretlands vegna hlutverks hans í upphitun, iðnaði og orkuvinnslu. AFP

Aukin alþjóðleg gasþörf

Að sögn breskra stjórnvalda er ein helsta ástæða skortsins aukin alþjóðleg gasþörf þar sem hagkerfi opna aftur eftir Covid-lokanir.

Í heimsókn til  borgarinnar New York viðurkenndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að skortur á gasbirgðum hafi í för með sér „mörg skammtímavandamál“, en hann bætti við: „Þetta er í raun hlutverk heimshagkerfisins sem er að vakna aftur eftir faraldurinn.“

Þettta myndi lagast þegar markaðurinn tekur við sér á nýjan leik er heimshagkerfið kemst aftur á fætur.  

Rólegt veður undanfarnar tvær vikur í Bretlandi hefur dregið úr …
Rólegt veður undanfarnar tvær vikur í Bretlandi hefur dregið úr afköstum frá 11.000 vindmyllum í Bretlandi. AFP

Rólegt veður dregið úr afköstum vindmyllna

Rólegt veður undanfarnar tvær vikur í Bretlandi spilar einnig inn í orkukreppuna en það hefur dregið úr afköstum frá 11.000 vindmyllum í landinu, sem sinna meira en 20% af raforkuframleiðslu.

Þetta þýðir að spurn eftir jarðgasi til að framleiða rafmagn hefur aukist og Bretar hafa snúið sér til kolabrennslustöðva til að fylla orkuskortinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert