Eftirlýstur glæpamaður skotinn í dómsal

Lögreglumenn standa vörð fyrir utan dómstólinn í dag.
Lögreglumenn standa vörð fyrir utan dómstólinn í dag. AFP

Tveir menn sem þóttust vera lögmenn skutu einn þekkasta glæpamann Indlands til bana í dómsal í Delí í dag.

Mennirnir tveir hófu skothríð á Jitender Maan Gogi þar sem hann var leiddur fyrir dómara. Lögregla í dómsalnum skaut mennina tvo til bana. BBC hefur eftir lögreglunni í Delí að glæpagengi hafi skipulagt árásina gegn Gogi, sem sjálfur var leiðtogi glæpagengis í borginni. 

Gogi var lengi einn eftirlýstasti maður Indlands og var m.a. sakaður um morð, mannsrán og fjársvik. Hann var handtekinn í Delí í mars sl. og ákærður fyrir morð og kúgun. 

Yfirvöld telja að Gogi hafi verið skotmark fjölmargra glæpagengja vegna stöðu hans í undirheimum Indlands. Talið er að hann hafi byrjað glæpaferil sinn sem unglingur.

AFP
mbl.is