Suður-Kórea láti af „fjandsamlegri stefnu“

Kim Yo Jong árið 2019.
Kim Yo Jong árið 2019. AFP

Kim Yo Jong, systir Kims Jong-uns, leiðtoga Norður-Kóreu, segir það „aðdáunarvert“ af stjórnvöldum í Suður-Kóreu að leggja til að bundinn verði formlegur endi á Kóreustríðið.

Hún krefst þess aftur á móti að Suður-Kórea láti fyrst af „fjandsamlegri stefnu“ gagnvart Norður-Kóreu.

Með ummælunum, sem birtust á norðurkóreska ríkismiðlinum KCNA, brást hún við nýlegum orðum Moons Jae-ins, forseta Suður-Kóreu, um að lýsa opinberlega yfir lokum Kóreustríðsins frá árunum 1950 til 1953 sem lauk með vopnahléi en ekki friðarsamningi.

Tæknilega séð hafa þjóðirnar tvær því verið í stríði í rúmlega hálfa öld.

Moon Jae-in á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Moon Jae-in á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. AFP

Moon sagði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni að með því að lýsa yfir endalokum Kóreustríðsins væri hægt að ná árangri í að fækka kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum.

Kim, sem er pólitískur ráðgjafi Kims Jong-uns, sagði hugmyndina „aðdáunarverða“ en bætti við að yfirlýsing sem þessi þegar „tvöfalt siðgæði, fordómar og fjandsamleg stefna“ Suður-Kóreumanna væru enn við lýði „þjónaði engum tilgangi“.

Kim Jong-un.
Kim Jong-un. AFP
mbl.is