Stórgallað stórhýsi í New York

Íbúðarverð í skýjakljúfinum hleypur á tugum milljónum dala.
Íbúðarverð í skýjakljúfinum hleypur á tugum milljónum dala. AFP

Bilaðar lyftur, vatnskemmdir og óbærileg hljóð eru aðeins fá dæmi um það sem íbúar í lúxus stórhýsinu á 432 Park Avenue í New York þurfa að takast á við dags daglega.

Íbúarnir hafa ákveðið að kæra verktakann sem stóð að byggingu skýjakljúfsins og vilja þeir um 250 milljónir dollara í sinn vasa sem samsvarar 32 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef BBC.

Byggingin sem var tilbúinn árið 2015 var hugsuð sem dvalarstaður milljarðamæringa og meðal íbúa er poppstjarnan Jennifer Lopez og hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez.

Óhljóð fylgdu rafmagns sprengingu

Óháð verkfræðistofa gerði mat á byggingunni og fann um 1.500 galla.

Í kærunni segir að sumir gallanna hafi sett íbúa byggingarinnar í lífshættu en dæmi eru um að íbúar hafi fests í lyftunni og þurft að dúsa þar í marga klukkutíma.

Einnig er minnst á rafmagns sprengingu sem varð til þess að íbúar höfðu ekki aðgang að rafmagni og olli sprengingin þeim miklum skaða þar sem mikil óhljóð fylgdu henni.

Íbúðarverð í skýjakljúfinum hleypur á tugum milljónum dala.

mbl.is