Farþegar taldir af eftir lestarslys

Lestin var í rekstri Amtrak. Mynd úr safni.
Lestin var í rekstri Amtrak. Mynd úr safni.

Fjöldi fólks slasaðist og hið minnsta einn lést þegar lest lest fór út af spori sínu í Montana-ríki í Bandaríkjunum.

„Amtrak vinnur nú með yfirvöldum á svæðinu að flytja slasaða farþega og að koma farþegum á öruggan hátt úr lestinni,“ sagði rekstaraðili lestarinnar Amtrak í yfirlýsingu. Amtrak segir að hið minnsta 50 séu slasaðir og einn látinn. 

Alls voru 147 farþegar og 13 starfsmenn um borð í lestinni.  

mbl.is