Hnífjafnt í Þýskalandi

Armin Laschet, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins og Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins …
Armin Laschet, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins og Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins greiða atkvæði í dag. AFP

Fyrstu útgönguspár sem birtar hafa verið í Þýskalandi, benda til þess að stóru flokkarnir tveir, Kristilegi demókrataflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn, séu nánast hnífjafnir.

Kjörstöðum var lokað klukkan 16 í dag og þýska ríkisútvarpið ARD birti útgönguspá sem byggði á samtölum við kjósendur á 560 kjörstöðum af um 60 þúsund.  Samkvæmt henni fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 25-26% atkvæða en Kristilegi demókrataflokkurinn 24-25%. Græningjar fengu 15% samkvæmt spánni og eru því í lykilstöðu þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn. Frjálslyndir demókratar fengu 11%, AfD 10% og Die Linke 5%. Áætlað er að kjörsókn hafi verið um 40%.

Sérfræðingar segja, að þessar tölur gætu breyst töluvert þegar líður á talningu atkvæða vegna þess að óvenju margir nýttu sér póstatkvæðagreiðslu.

mbl.is