Angela Merkel í fræjum vegur 100 kíló

Kósóvóski listamaðurinn Alkent Pozhegu er mikill aðdáandi Angelu Merkel, fráfarandi Þýskalandskanslara. Henni til heiðurs skapaði Pozhegu mósaíklistaverk af kanslaranum úr hinum ýmsu fræjum. Ekki nema 100 kíló af fræjum fóru í verkið. Sjón er sögu ríkari. 

„Ég held að [Merkel] skipti heiminn miklu máli vegna þess að hún hefur náð að verða valdamesta kona heimsins og hefur henni tekist að sigra í kosningum í fjögur kjörtímabil í röð,“ segir Pozhegu. 

„Þá hefur hún einnig sett fordæmi fyrir konur á heimsvísu.“

Kosningar fóru fram í Þýskalandi í gær og sigruðu Sósíaldemókratar með afar litlum mun. Þeir hlutu 25,7 pró­sent at­kvæða en Flokk­ur Kristi­legra demó­krata, flokk­ur Merkel, hlaut 24,1 pró­sent at­kvæða í sinn hlut. Forystumenn beggja flokka hafa kallað eftir stjórnamyndunarumboði en Merkel hafði fyrir nokkru síðan greint frá því að hún hygðist ekki gefa kost á sér í kanslaraembættið að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert