Leit hætt að Íslendingi sem féll af sæþotu

Sænskur lögreglubíll.
Sænskur lögreglubíll. AFP

Lögrelgan hefur hætt leit að fertugum íslenskum karlmanni sem féll af sæþotu við sænsku eyjuna Öland á laugardaginn.

„Við getum ekki haldið áfram leitinni. Leitarsvæðið er einfaldlega of stórt,“ sagði Robert Loeffel, talsmaður lögreglunnar, að því er Ölandsbladet greindi frá.

Leit hefur staðið yfir að manninum í Köpingsviken en hann féll af sæþotunni um 200 metra frá landi. Sjónarvottur sagði manninn hafa verið í blautbúningi en ekki björgunarvesti.

Að sögn björgunarsveitarinnar Sea Rescue Society er það „ráðgáta“ að maðurinn hafi ekki fundist.

Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að um Íslending sé að ræða og að málið sé á borði borgaraþjónustu ráðuneytisins. Hefur hún verið í sambandi við ættingja hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert