Sívinsælt brimbrettamót ferfætlinga

Það er fátt í þessari veröld sem þreytist ekki. Eitt af því eru myndir af hundum að sýna listir sínar á brimbrettum. Um helgina fór fram árlegt brimbrettmót ferfætlinga á Huntington strönd í Kaliforníu þar sem hundar léku listir sínar.

Viðburðurinn ratar í heimsfréttirnar á hverju ári og í myndskeiðinu má sjá umfjöllun AFP fréttaveitunnar frá því um helgina. Óþarfi er að hafa fleiri orð um málið þar sem myndirnar segja alla söguna..

Hvuttinn Rusty í kröppum dansi.
Hvuttinn Rusty í kröppum dansi. AFP
Hundum er ýmislegt til lista lagt.
Hundum er ýmislegt til lista lagt. AFP
Keppnin er árleg og ekki er annað að sjá að …
Keppnin er árleg og ekki er annað að sjá að keppendur mæti einbeittir til leiks. AFP
Faith er amerískur pit bull terrier sem er greinilega á …
Faith er amerískur pit bull terrier sem er greinilega á heimavelli í öldurótinu. AFP
Stund milli stríða á Huntington strönd í Kaliforníu.
Stund milli stríða á Huntington strönd í Kaliforníu. AFP
Hundar af hinum ýmsu stærðum og gerðum fá aðstoð við …
Hundar af hinum ýmsu stærðum og gerðum fá aðstoð við að grípa öldurnar í keppninni í Surf City á Huntington. AFP
Brettið dregið út í sjó.
Brettið dregið út í sjó. AFP
Brimbrettareið krefst mikillar einbeitingar.
Brimbrettareið krefst mikillar einbeitingar. AFP
Ætli faraldurinn sé ekki nánast úr sögunni þegar slíkir viðburðir …
Ætli faraldurinn sé ekki nánast úr sögunni þegar slíkir viðburðir eru komnir á dagskrá að nýju. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert