Umfangsmikil leit enn í gangi

Sænskur lögreglubíll.
Sænskur lögreglubíll. AFP

Þrátt fyrir að opinberri leit lögreglunnar í Svíþjóð að Íslendingi sem féll af sæþotu á laugardaginn sé hætt stendur umfangsmikil leit enn yfir að honum.

Meðal annars eru kafarar að leita, samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mannsins, sem höfðu samband við fréttastofu. Einnig hafa um tvö þúsund smáskilaboð verið send á sjálfboðaliða í grenndinni og þeir beðnir að aðstoða við leitina í landi og hafa margir þeirra gert það.

Einnig hafa fjölskylda og vinir mannsins flogið frá Íslandi til Svíþjóðar til að aðstoða við leitina.

Fram kemur að lögreglan og yfirvöld hafi gefist upp á leitinni þar sem litlar líkur séu taldar á því að maðurinn finnist á lífi.

mbl.is