Samtök frá Jemen hljóta flóttamannaverðlaun SÞ

Börn sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna átakanna í …
Börn sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna átakanna í Jemen. AFP

Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt mannúðarsamtökum frá Jemen hin virtu Nansen-flóttamannaverðlaun.

Samtökin aðstoða fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna í Jemen.

Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hrósaði samtökunum Jeel Albena fyrir „framúrskarandi starf“.

Filippo Grandi.
Filippo Grandi. AFP

Samtökin, sem voru stofnuð af Ameen Jubran árið 2017, unnu verðlaunin fyrir „óþrjótandi stuðning við Jemena sem hafa yfirgefið heimili sín, jafnvel þótt síbreytileg átökin hafi fært byssubardaga og sprengingar upp að dyrum þeirra,“ sagði Flóttamannastofnunin.

Verðlaunin „beina athyglinni að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Jemen vegna átaka þjóðar sem er að takast á við eina af verstu mannúðarkrísum heimsins“.

mbl.is