Skutu á loft hljóðfrárri eldflaug

Eldflaugin tekur á loft.
Eldflaugin tekur á loft. AFP

Norður-Kóreumenn skutu á loft nýrri hljóðfrárri eldflaug í tilraunaskyni í nótt. Ríkisfjölmiðill landsins greindi frá þessu.

Fram kom í fjölmiðlinum að eldflaugaskotið hafi „mikla hernaðarlega þýðingu“, þar sem stjórnvöld í landinu ætli að efla varnir sínar „þúsundfalt“.

Fylgst með eldflaugaskotinu í sjónvarpinu.
Fylgst með eldflaugaskotinu í sjónvarpinu. AFP

Hljóðfráar eldflaugar fara hraðar yfir og eru liprari en venjulegar eldflaugar og því er mun erfiðara fyrir eldflaugavarnarkerfi, sem Bandaríkin hafa eytt stórfé í að þróa, að skjóta þær niður.

Háttsettur embættismaður, Pak Johng-chon, fylgdist með eldflaugaskotinu. Ekkert var minnst á leiðtogann Kim Jong-un í ríkisfjölmiðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert