Hlaut lífstíðardóm fyrir morðið á Everard

Ljósmyndarar mynda lögreglubíl fyrir utan dómshúsið.
Ljósmyndarar mynda lögreglubíl fyrir utan dómshúsið. AFP

Enskur lögreglumaður sem handtók ranglega unga konu fyrir að brjóta reglur vegna Covid-19, rændi henni síðan, nauðgaði og myrti, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Dómarinn Adrian Fulford sagði að verknaður Wayne Couzens, 48 ára, hafi verið „viðbjóðslegur”.

Couzens kyrkti Söru Everard með lögreglubelti sínu eftir hafa rænt henni og nauðgað. Fyrir dómi í morgun sagðist hann verðskulda þungan dóm, sem hann og fékk. 

Wayne Couzens nam Everard, sem var 33 ára, á brott er hún var á gangi heim til sín í Clapham í suðurhluta London 3. mars. Hann færði hana í bíl sinn og ók á brott.

Sarah Everard.
Sarah Everard. AFP

Lögmaður hans sagði skjólstæðing sinn vera uppfullan af sjálfshatri, að sögn BBC

„Hann reiknar með því að hann fái og eigi skilið þunga refsingu,” sagði lögmaðurinn Jim Sturman, í dómsalnum fyrr í morgun. „Enginn með réttu viti…getur fundið fyrir nokkru öðru en viðbjóði vegna þess sem hann gerði.”

Fyrir dómi sagði Sturman þrjár ástæður vera fyrir því að Couzenz geti ekki fengið lífstíðardóm: játning hans, undirliggjandi þunglyndi og að hann hafði aldrei áður verið dæmdur fyrir ofbeldi.

Kona sýnir Söru stuðning fyrir utan dómsalinn,.
Kona sýnir Söru stuðning fyrir utan dómsalinn,. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert