38 kínverskar herþotur í lofthelgi Taívans

18 metra langur fáni Taívans myndaður á herstöð í Taoyuan …
18 metra langur fáni Taívans myndaður á herstöð í Taoyuan fyrir nokkrum dögum. AFP

38 kínverskar herþotur flugu inn í lofthelgi Taívans á sama tíma og stjórnvöld í Kína fögnuðu afmæli kínverska alþýðulýðveldisins í gær. 

Með athæfinu eru Kínverjar sagðir vilja sýna vald sitt en þeir segja eyjuna Taívan hluta af sínu landsvæði.

Fyrr í vikunni sökuðu Kínverjar Breta um að senda herskip í Taívan-sund „með illum ásetningi”.

Fyrst flugu 22 herþotur inn í lofthelgi Taívans í gær og síðar sama dag bættust 13 við til viðbótar. Aldrei hafa fleiri vélar Kínverja flogið inn í lofthelgi Taívans á einum degi, að sögn varnarmálaráðuneytis Taívans.

mbl.is

Bloggað um fréttina