Ljóstrað upp um forseta Kenía í Pandóru-skjölunum

Uhuru Kenyatta hefur verið forseti Kenya frá árinu 2013. Mynd …
Uhuru Kenyatta hefur verið forseti Kenya frá árinu 2013. Mynd frá kosningabaráttu hans árið 2017. AFP

Fjölskylda forseta Kenía, Uhuru Kenyatta, sem hefur farið með völd þar í landi frá því landið öðlaðist sjálfstæði, hefur átt aflandsfélög í laumi svo áratugum skiptir.

Þetta kemur fram í Pandóru-skjölunum sem nú hafa verð gerð opinber eftir einn stærsta leka fjármálagagna í sögunni. BBC greinir frá.

Fram kemur, að Kenyatta og sex aðrir ættingjar hans tengist 13 aflandsfélögum. Eitt félaganna á hlutabréf og eignir að andvirði 30 milljóna bandaríkjadala sem samsvarar tæpum fjórum milljörðum íslenskra króna.

Móðir forsetans skráður eigandi

Aflandsfjárfestingar fjölskyldunnar uppgötvuðust í skjölum frá 14 lögfræðistofum og öðrum félögum frá Panama, Bresku Jómfrúareyjunum og öðrum skattaskjólum.

Samkvæmt skjölunum var stofnun að nafni Varies sett á laggirnar árið 2003 í Panama og er var móðir Kenyatta, Ngina sem er 88 ára, skráður eigandi. Þá sýndu skjölin fram á að Kenyatta sjálfur myndi erfa stofnunina eftir hennar daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert