Segir engar sannanir fyrir upplýsingunum

Pútín er sagður hafa keypt glæsiíbúð handa fyrrverandi ástkonu sinni.
Pútín er sagður hafa keypt glæsiíbúð handa fyrrverandi ástkonu sinni. AFP

Dimtri Peskov, talsmaður Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands, segir engar sannanir fyrir þeim upplýsingum sem koma fram í Pandóra-skjölunum, um Pútín „Þetta er bara samansafn af ósönnum ásökunum,“ sagði Peskov um skjölin. 

Í skjölunum kemur meðal annars fram að Pútín hafi keypt glæsiíbúð í Mónakó handa Svetlönu Krivonogikh, sem er sögð hafa átt í ástarsambandi með forsetanum og eignast með honum barn.

Samkvæmt skjölunum keypti Pútín íbúðina fyrir 4 milljónir dollara árið 2003, um svipað leyti og Krivonogikh eignaðist sitt fyrsta barn. Sjálf hefur hún þó afneitað öllum tengslum við Pútín.

Pútín er einn þeirra 35 þjóðarleiðtoga sem skjölin afhjúpa en um er að ræða einn stærsta leka á fjármálaupplýsingum í sögunni.

mbl.is