Zuckerberg vísar gagnrýni á Facebook á bug

Mark Zuckerberg flytur fyrirlestur í háskóla árið 2019.
Mark Zuckerberg flytur fyrirlestur í háskóla árið 2019. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir það „einfaldlega ekki rétt“ að samfélagsmiðillinn velji hagnað fram yfir öryggi. 

„Það að við komum efni vísvitandi á framfæri sem reitir fólk til reiði í hagnaðarskyni er afar órökrétt,“ sagði Zuckerberg.

Hann skrifaði bréf til starfsmanna sinna vegna málsins sem hann birti síðan á sinni Facebook-síðu, nokkrum klukkustundum eftir að uppljóstrari bar vitni um skaðsemi Facebook fyrir þingnefnd.

Frances Haugen, fyrr­ver­andi starfsmaður Face­book, bað löggjafarvaldið um að herða reglur Facebook og sagði miðilinn hafa slæm áhrif á börn, hann auki sundrung og veiki lýðræðið.

„Ég veit ekki um neitt tæknifyrirtæki sem ákveður að búa til vörur sem reita fólk til reiði eða gera það niðurdregið. Mórallinn, viðskiptin og það sem hvetur fólk til viðskipta vísar allt saman í hina áttina,“ sagði Zuckerberg í bréfi sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert