Banna þungunarrofslöggjöf Texas

Frá mótmælum vegna löggjafarinnar.
Frá mótmælum vegna löggjafarinnar. AFP

Lög sem gera þungunarrof í flestum tilvikum óheimilt í Texas í Bandaríkjunum hafa nú verið bönnuð tímabundið. Bandaríski dómarinn Robert Pitman sem starfar við alríkisdómstól í Austin í Texas varð við beiðni Joes Bidens Bandaríkjaforseta um að hindra að lögunum yrði framfylgt á meðan skoðað er hvort lögin standist stjórnarskrá. Texas getur áfrýjað niðurstöðu Pitman. 

Bönnuðu konum að stjórna sínu eigin lífi

Lögin tóku gildi 1. september síðastliðinn en þau banna þungunarrof um leið og hjartsláttur er greinanlegur. Það er venjulega í kringum sjöttu viku meðgöngu, áður en flestar konur vita að þær séu ófrískar. Engar undantekningar eru í lögunum fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun eða sifjaspelli. 

Texas getur áfrýjað niðurstöðu Pitman. Í 113 blaðsíðna úrskurði sínum sagði Pitman að embættismenn í Texas hefðu skapað „fordæmalausa og árásargjarna áætlun um að svipta borgara sína mikilvægum og rótgrónum stjórnarskrárbundnum rétti.“

Þá sagði Pitman að lögin hafi, frá því að þau tóku gildi, bannað konum að hafa stjórn á lífi sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert