Gurnah vann Nóbelsverðlaun í bókmenntum

Abdulrazak Gurnah, handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels í ár.
Abdulrazak Gurnah, handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels í ár. Ljósmynd/The Guardian

Tansaníski rithöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut í morgun Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Gurnah hefur gefið út alls 10 skáldsögur og fjölda smásagna og fjalla þær flestar um áhrif nýlendustefnunnar og veruleika fólks á flótta.

Gurnah ólst upp á eyjunni Sansíbar en settist að sem flóttamaður á Englandi á sjöunda áratugnum. Honum voru veitt verðlaun fyrir „óbilgjarna og samúðarfulla túlkun á áhrifum nýlenduhyggju og örlögum flóttafólks úti á hafsjó milli menningar og heimsálfa“, eins og segir í umsögn nóbelsnefndarinnar.

Þekktasta verk Gurnahs er skáldsagan Paradise frá árinu 1994, sem gerist í Austur-Afríku nýlendutímans á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Gurnah fæddist árið 1948 og hóf að skrifa sögur aðeins 21 árs gamall, þá búsettur á Englandi. Móðurmál hans er svahílí en hann hefur ætíð skrifað á ensku.

Fyrri handhafar bókmenntaverðlauna Nóbels:

2020: Louise Glück, Bandaríkjunum
2019: Peter Handke, Austurríki
2018: Olga Tokarczuk, Póllandi
2017: Kazuo Ishiguro, Bretlandi, fæddur í Japan
2016: Bob Dyl­an, Banda­rík­junum
2015: Svetl­ana Al­ex­ievich, Hvíta-Rússlandi
2014: Pat­rick Modiano, Frakk­landi
2013: Alice Mun­ro, Kan­ada
2012: Mo Yan, Kína
2011: Tom­as Tranströ­mer, Svíþjóð
2010: Mario Vargas Llosa, Perú
2009: Herta Müller, Þýskalandi
2008: Jean-Marie Gusta­ve Le Clézio, Frakklandi

2007: Dor­is Less­ing, Englandi
2006: Or­h­an Pamuk, Tyrklandi
2005: Harold Pin­ter, Englandi
2004: Elfriede Jel­inek, Aust­ur­ríki
2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afr­íku
2002: Imre Kertesz, Ung­verjalandi
2001: V.S. Naipaul, Breti frá Tríni­dad
2000: Gao Xingji­an, Frakki fædd­ur í Kína
1999: Gün­ter Grass, Þýskalandi
1998: José Saramago, Portúgal 
1997: Dario Fo, Ítal­íu
1996: Wislawa Szym­borska, Póllandi
1995: Seam­us Hea­ney, Írlandi
1994: Kenza­buro Oe, Jap­an
1993: Toni Morri­son, Banda­ríkj­un­um
1992: Derek Walcott, Sankti Lús­íu
1991: Nadine Gordi­mer, Suður-Afr­íku
1990: Octa­vio Paz, Mexí­kó
1989: Cami­lo Jose Cela, Spáni
1988: Naguib Mah­fouz, Egyptalandi
1987: Joseph Brod­sky, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Rússlandi
1986: Wole Soy­inka, Níg­er­íu
1985: Clau­de Simon, Frakklandi
1984: Jaroslav Sei­fert, Tékklandi
1983: William Gold­ing, Bretlandi
1982: Gabriel Garcia Marqu­ez, Kól­umb­íu
1981: Eli­as Ca­netti, Breti fædd­ur í Búlgaríu
1980: Czeslaw Mi­losz, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1979: Odysseus Elyt­is, Grikklandi
1978: Isaac Bashevis Sin­ger, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1977: Vicente Al­eix­andre, Spáni
1976: Saul Bellow, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Kan­ada
1975: Eu­genio Montale, Ítal­íu
1974: Ey­vind John­son og Harry Mart­in­son, Svíþjóð
1973: Pat­rick White, Ástr­ali fædd­ur í Bretlandi
1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
1971: Pablo Neruda, Síle
1970: Al­ex­and­er Solzhenit­syn, Rússlandi
1969: Samu­el Beckett, Írlandi
1968: Ya­sun­ari Kawabata, Jap­an
1967: Migu­el A. Ast­uri­as, Gvatemala
1966: Shmu­el Y. Agnon, Ísra­eli fædd­ur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
1965: Mik­hail Sholok­hov, Rússlandi
1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaun­in)
1963: Gi­orgos Sefer­is, Grikki fædd­ur í Tyrklandi
1962: John Stein­beck, Banda­ríkj­un­um
1961: Ivo Andric, Júgó­slav­íu
1960: Saint-John Per­se, Frakklandi
1959: Sal­vatore Quasimoto, Ítal­íu
1958: Bor­is Pasternak, Sov­ét­ríkj­um­um
1957: Al­bert Cam­us, Frakklandi
1956: Juan Ramón Jimé­nez, Spáni
1955: Hall­dór Kilj­an Lax­ness, Íslandi
1954: Er­nest Hem­ingway, Banda­ríkj­un­um
1953: Winst­on Churchill, Bretlandi
1952: Franço­is Mauriac, Frakklandi
1951: Pär Lag­erkvist, Svíþjóð
1950: Bertrand Rus­sell, Bretlandi
1949: William Faul­kner, Banda­ríkj­un­um
1948: Thom­as Ste­arns Eliot, Banda­ríkj­un­um
1947: André Gide, Frakklandi
1946: Her­mann Hesse, Sviss
1945: Gabriela Mistr­al, Síle
1944: Johann­es V. Jen­sen, Dan­mörku
1939: Frans Eem­il Sill­an­pää, Finn­landi
1938: Pe­arl S. Buck, Banda­ríkj­un­um
1937: Roger Mart­in du Gard, Frakklandi
1936: Eu­gene O'­Neill, Banda­ríkj­un­um
1934: Luigi Pir­and­ello, Ítal­íu
1933: Ivan Bun­in, Sov­ét­ríkj­un­um
1932: John Galswort­hy, Bretlandi
1931: Erik Axel Karl­feldt, Svíþjóð
1930: Sincla­ir Lew­is, Banda­ríkj­un­um
1929: Thom­as Mann, Þýskalandi
1928: Sigrid Und­set, Nor­egi
1927: Henri Berg­son, Frakklandi
1926: Grazia Deledda, Ítal­íu
1925: Geor­ge Bern­ard Shaw, Írlandi
1924: Wla­dyslaw Reymont, Póllandi
1923: William Butler Yeats, Írlandi
1922: Jac­into Bena­vente, Frakklandi
1921: Anatole France, Frakklandi
1920: Knut Hams­un, Nor­egi
1919: Carl Spitteler, Sviss
1917: Karl Gj­ell­erup og Henrik Pontoppi­dan, Dan­mörku
1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
1915: Romain Rol­land, Frakklandi
1913: Rabindr­an­ath Tag­ore, Indlandi
1912: Ger­hart Haupt­mann, Þýskalandi
1911: Maurice Maeterl­inck, Belg­íu
1910: Paul Heyse, Þýskalandi
1909: Selma Lag­er­löf, Svíþjóð
1908: Rud­olf Eucken, Þýskalandi
1907: Ru­dy­ard Kipling, Bretlandi
1906: Gi­os­uè Car­ducci, Ítal­íu
1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
1904: Fré­déric Mistr­al og José Echeg­aray, Spáni
1903: Bjørn­stjer­ne Bjørnson, Nor­egi
1902: Theodor Momm­sen, Þýskalandi
1901: Sully Prudhomme, Frakklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert