Bolsonaro sakaður um glæpi gegn mannkyninu

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AFP

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, var á dag sakaður um „glæpi gegn mannkyninu“ við Alþjóðaglæpadómstólinn fyrir meint hlutverk hans í eyðingu Amazon-skógarins.

Um er að ræða fyrsta málið sem leitast við að beinlínis tengja skógareyðingu við manntjón.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá bruna og iðnaðarbúskap í Amazon er meiri en árleg heildarlosun Ítalíu eða Spánar. Skógareyðing á svæðinu losar nú þegar meiri koltvísýring en restin af Amazon getur bundið. 

Austurrísk baráttusamtök fyrir umhverfismálum, Allrise, lögðu fram opinbera kvörtun fyrir dómstólnum í Haag í morgun.

Lögðu þeir fram málsókn gegn Bolsonaro og stjórn hans vegna aðgerða „sem tengjast beint neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga um allan heim“.

Kæran sakar leiðtogann brasilíska um að hafa staðið fyrir herferð sem leiddi til morðs á umhverfisverndarsinnum og að stofna heiminum í hættu vegna losunar af völdum skógareyðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert