Hættu við líknardráp á síðustu stundu

Hætt var við aðgerðina á síðustu stundu.
Hætt var við aðgerðina á síðustu stundu. AFP

Líknardráp sem stöðvað var á síðustu stundu í Kólumbíu hefur vakið upp miklar deilur og leitt til málaferla þar í landi. Kólumbía er eina landið í Suður-Ameríku sem leyfir líknardráp innan heilbrigðiskerfis síns. 

Martha Sepulveda, sem þjáist af hjartasjúkdómi og ólæknandi hrörnunarsjúkdómnum ALS, hafði átt að deyja af völdum líknardauða á sunnudag, en embættismenn innan heilbrigðiskerfisins stöðvuðu skyndilega málsmeðferð hennar og sögðu heilsu hennar sýna batamerki. 

Jafnvel þótt ALS-sjúkdómurinn lami líkamann smám saman til dauðadags, getur ferlið tekið mörg ár og var Sepulveda því ekki talin deyjandi, í þeim skilningi að langt gæti verið í að sjúkdómurinn drægi hana til dauða. 

Varð hún þannig fyrst til þess að fá samþykki fyrir dánaraðstoð þrátt fyrir að vera ekki deyjandi bráðlega.  

„Ég er kannski huglaus, en ég vil ekki þjást lengur, ég er þreytt,“ hafði Sepulveda útskýrt nokkrum dögum fyrr í viðtali við fréttastofuna Caracol TV.

„Ég hef verið mjög friðsæl í huga mínum síðan ég fékk leyfi fyrir líknardauðanum. Ég hlæ, ég sef betur,“ sagði hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert