Brutu múrsteina og beygðu járnstangir

Einn af hermönnunum í vígahug.
Einn af hermönnunum í vígahug. Mynd/Skjáskot úr myndskeiðinu

Norðurkóreskur ríkisfjölmiðill hefur birt myndskeið af hermönnum sýna hreysti sína með því að brjóta múrsteina, steypuklumpa og fleiri hluti með berum höndum, eða þá höfðinu.

Einnig sést þegar þeir beygja járnstöng með hálsinum og brjótast út úr keðjum.

Allt þetta var hluti af hersýningu í höfuðborginni Pyongyang og fylgdust helstu leiðtogar landsins með henni, þar á meðal Kim Jong-un.

Sömuleiðis lágu hermenn á nöglum og gleri til að sýna hvað í þá er spunnið.

Að sögn norðurkóreskra fjölmiðla var sýningin liður í því að sýna óvinum að hermenn þeirra hefðu „hnefa úr járni til að viðhalda friði í landinu“.

Kim Jong-un heilsar flugmönnum sem tóku þátt í hersýningunni.
Kim Jong-un heilsar flugmönnum sem tóku þátt í hersýningunni. AFP
Norðurkóreskir ráðamenn fylgjast með hersýningunni.
Norðurkóreskir ráðamenn fylgjast með hersýningunni. AFP
mbl.is