Banksy-verk fór á tæpa 3 milljarða króna

Verkið sem var boðið upp í dag heitir Love is …
Verkið sem var boðið upp í dag heitir Love is in the Bin á móðurmálinu. AFP

Verkið Ástin er í tunnunni eftir götulistamanninn Banksy var boðið upp í dag en hæsta boð hljóðaði upp á 16 milljónir punda eða rétt tæpa 2,8 milljarða íslenskra króna. Verkið er í reynd leifar annars verks sem tætti sig sjálft upp í kjölfar uppboðs árið 2018 þegar það var keypt á milljón pund af evrópskum fjárfesti.

Frétt BBC um málið

Verkið fjórum sinnum dýrara en mat gerði ráð fyrir

Í núverandi mynd var verkið metið á 4-6 milljónir punda fyrir uppboð sem reyndist margfalt lægra en hæstabjóðandi var tilbúinn að reiða fram. Uppboðið fór fram í uppboðshúsinu Sothersby í Lundúnum og Oliver Barker mundaði hamarinn. 

Barker hafði orð á því að verkið hefði óvænt orðið að gjörningsverki þegar helmingur þess var tættur eftir söluna þremur árum áður í sama uppboðssal. Hann var þakklátur því að verkið væri ennþá á staðnum þegar uppboðinu lauk. 

Hér má sjá myndband af atvikinu árið 2018:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert