Opnuðu landamæri fyrr og það virkaði

Gustavo Seguro Sancho.
Gustavo Seguro Sancho. Ljósmynd/Aðsend

Landamæri Kosta Ríka voru opnuð ferðamönnum mun fyrr en annars staðar í Mið-Ameríku eftir að þeim hafði verið lokað vegna faraldursins.

Gustavo Seguro Sancho, ferðamálaráðherra landsins, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi gengið vel vegna sterkra innviða um landið allt. Þrátt fyrir að smit kæmu inn í landið var auðvelt að halda smitdreifingu í skefjum og íbúar landsins lögðust á eitt við að sinna persónubundnum sóttvörnum.

Þegar bólusetning varð almennari, sérstaklega hjá ferðamönnum frá Bandaríkjunum, hafi snemma verið hægt að afnema kröfu um PCR-próf við komuna til Kosta Ríka. Ráðherrann segir að það hafi ekki skipt sköpum fyrir þróun faraldursins í landinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert