Bill Clinton lagður inn á sjúkrahús

Bill Clinton árið 2019.
Bill Clinton árið 2019. AFP

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var lagður inn á sjúkrahús í gær með sýkingu, að sögn talsmanns hans.

Læknar segja að Clinton hafði brugðist vel við meðferðinni en sjúkrahúsið er í borginni Irvine í Kaliforníu. Sýkingin tengist ekki kórónuveirunni.

„Clinton forseti var á fimmtudagskvöld fluttur á UCI-sjúkrahúsið vegna meðferðar við sýkingu sem tengist ekki Covid,“ sagði talsmaðurinn Angel Urena á Twitter.

Sjúkrahúsið í Kaliforníu þar sem Clinton var lagður inn.
Sjúkrahúsið í Kaliforníu þar sem Clinton var lagður inn. AFP

„Hann er á batavegi og er ótrúlega þakklátur læknunum, hjúkrunarkonunum og öllu starfsliðinu fyrir að veita honum framúrskarandi þjónustu.“

Clinton verður áfram á sjúkrahúsinu þar sem fylgst  verður með honum.

„Við vonumst til að hann fái að fara fljótt heim,“ sagði í yfirlýsingu talsmannsins.

mbl.is