Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Lögreglan að störfum á vettvangi glæpsins.
Lögreglan að störfum á vettvangi glæpsins. AFP

Norskur dómstóll hefur samþykkt kröfu lögreglunnar um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum sem myrti fimm manns með boga og örvar að vopni.

Maðurinn verður lokaður inni á heilbrigðisstofnun þar sem heimsóknarbann verður í gildi ásamt banni við bréfsendingum. Hann verður í einangrun fyrstu tvær vikurnar og meinað að fylgjast með fjölmiðlum, að sögn Aftenposten

AFP

Ann Iren Svane Mathiasson saksóknari hafði áður sagt AFP-fréttastofunni að ef dómstóllinn kæmist að þessari niðurstöðu yrði maðurinn, sem heitir Espen Andersen Brathen og er 37 ára, fluttur á heilbrigðisstofnun vegna andlegs ástands hans.

Auk þeirra fimm sem létust særðust þrír í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert