Vottar fjölskyldu Amess samúð sína

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Sigurður Unnar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur vottað fjölskyldu breska þingmannsins Davids Amess samúð sína. Amess var stunginn til bana á kjör­dæm­a­fundi sem hald­inn var í Leigh-on-Sea á há­degi að staðar­tíma í dag. 

Í færslu á Twitter segir Guðlaugur að fregnirnar hafi verið hryllilegar. Hann fordæmi slíkt ofbeldi harðlega. 

Fram kemur á BBC að 25 ára karlmaður hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Amess að bana. 

Boris Johnsson forsætisráðherra segir Amess hafa verið einn „elskulegasta“ stjórnmálamann í breskum stjórnmálum. 

Amess hafði verið þingmaður frá árinu 1983. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert