Flóðhestar eiturlyfjabarónsins Escobar geldir

Pablo Escob­ar lét smygla inn til lands­ins á átt­unda ára­tug …
Pablo Escob­ar lét smygla inn til lands­ins á átt­unda ára­tug síðust ald­ar. AFP

Unnið er að því að gelda flóðhest­a sem kól­umb­íski eit­ur­lyfja­barón­inn Pablo Escob­ar lét smygla inn til lands­ins á átt­unda ára­tug síðust ald­ar.

Á vef BBC segir að flóðhestarnir hafi fjölgað sér töluvert frá tíma Escobar og eru nú um 80 í héraðinu nærri búg­arði Escobar, Hacienda Nápoles, í Kólumbíu.

Nú er búið að gelda 24 af 80 en þeir ráfa víða óáreitt­ir og ógna líf­ríki um­hverf­is­ins en nátt­úru­leg heim­kynni flóðhesta finn­ast ein­ung­is í Afr­íku.

Búið er að gelda 24 af um 80 flóðhestum Escobar.
Búið er að gelda 24 af um 80 flóðhestum Escobar. AFP

Á búg­arði sín­um hafði Escob­ar komið upp stór­um dýrag­arði hvar mátti að auki við flóðhest­ana m.a. finna nas­hyrn­inga, fíla og gír­affa. Eft­ir að Escob­ar var veg­inn árið 1993 fluttu stjórn­völd flest dýr­anna á brott í dýragarða.

Flóðhest­un­um var hins vegar leyft að vera þar sem erfitt er að flytja þá til og vonast var eftir að þeir myndu deyja út.

mbl.is