Segja andleg veikindi líklega orsök árásarinnar

Lögregla telur andleg veikindi árásamannsins líklegustu ástæðu árásarinnar.
Lögregla telur andleg veikindi árásamannsins líklegustu ástæðu árásarinnar. AFP

Lögmaður Espen And­er­sen Bråt­hen, sem myrti myrti fimm íbúa bæj­ar­ins Kongs­berg og særði þrjá í vikunni, segist styðja kenningar lögreglu um að andleg veikindi Bråt­hen hafi verið orsök árásarinnar. 

Á vef Aftenposten segir lögregla rannsaki nú ýmsar kenningar um orsök árásarinnar svo sem reiði, hefnd, hvatvísi og öfgatrú en andleg veikindi Bråt­hen eru talin líklegust.

„Ég er sammála bráðabirgðaniðurstöðum og mati lögreglunnar í málinu,“ er haft eftir Fredrik Neumann, lögmanni Bråt­hen.

Spurður hvernig skjólstæðingur hans hafi það sagði Neumann einungis að aðstæðurnar hafi áhrif á Bråt­hen.

Í gær var Bråt­hen úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en hann dvelur nú á heilbrigðisstofnun þar sem heim­sókn­ar­bann verður í gildi ásamt banni við bréf­send­ing­um. Í frétt Aftenposten segir að Bråt­hen hafi nokkrum sinnum verður lagður inn á heilbrigðisstofnun.

Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, og dómsmálaráðherra, Emilie Enger Mehl, …
Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, og dómsmálaráðherra, Emilie Enger Mehl, minntust fórnarlamba árásarinnar í gær. AFP
mbl.is