Vill uppræta vændi á Spáni

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar.
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar. AFP

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sór að uppræta vændi í ríkinu þar sem hann telur vændi setja konur í þrælkun.

Í lok þriggja daga flokksfundar sósíalistaflokks Spánar hélt Sanchez ræðu um stefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann meðal annars ríkisstjórnina hafa hert lög um heimilisofbeldi og hækkað lágmarkslaun.

„Út úr þessum flokksfundi kemur sú skuldbinding sem ég mun framkvæma. Við munum uppræta vændi, þar sem það heldur konum í þrælahaldi,“ sagði Sanchez í ræðu sinni án þess að fara nánar út í framkvæmdina.

Kynlífsþrælkun eða melludólgar eru ólöglegir á Spáni en sala á vændi er það ekki á meðan það er ekki gert á opinberum vettvangi. Lög Spánar miða því nú að því að koma í veg fyrir mansal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert