Fjögurra ára lifði af 21 metra fall

Drengurinn kominn í faðm foreldra sinna.
Drengurinn kominn í faðm foreldra sinna. Ljósmynd/Wolfe County Search & Rescue Team

Fjögurra ára drengur sem féll niður rúmlega 21 metra klett við Red River Gorge í austurhluta Kentucky hlaut einungis nokkrar skrámur og marbletti en hann sakaði að öðru leyti ekki, að því er segir í frétt AP.

Drengurinn og foreldrar hans höfðu verið á göngu þegar drengurinn rann og datt. Á leiðinni niður lenti hann á fjölda klettasylla að sögn björgunarsveita á svæðinu. 

Þegar björgunarsveitir mættu á vettvang voru þær fegnar að sjá að drengurinn var með meðvitund og talaði. 

„Það er kraftaverk að barnið var tiltölulega óskaddað. Hann er með þó nokkrar skrámur og marinn en annars var hann ómeiddur,“ sagði Drew Stevens talsmaður björgunarsveitarinnar.

Drengurinn var að sögn Stevens fluttur á sjúkrahús til frekari skoðunar þar sem ástand hans var metið gott. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert