Ritstjóri rekinn fyrir óviðeigandi hegðun

Þýska blaðið Bild er á vegum fjölmiðlarisans Axel Springer.
Þýska blaðið Bild er á vegum fjölmiðlarisans Axel Springer. AFP

Þýski fjölmiðlarisinn Axel Springer tilkynnti í dag að ritstjóra Bild hefði verið vikið úr starfi eftir að New York Times fjallaði um ásakanir á hendur honum. Er hann sagður hafa sýnt af sér óviðeigandi hegðun í garð samstarfskvenna sinna. 

Ristjórinn, Julian Reichelt, hefur að sögn Times neitað því að hafa misnotað vald sitt. 

Times greindi í gær frá sambandi Reichelt við starfsnema en hún bar vitni gegn honum við rannsókn á vegum fyrirtækisins og sagði að hann hefði boðað hana á hótel nálægt skrifstofunni til að stunda við hann kynlíf og beðið hana um að halda greiðslu leyndri. 

Formaður og framkvæmdastjóri Axel Springer, Mathias Döpfner, hrósaði Reichelt fyrir forystu sína en sagði að það hefði verið ómögulegt að halda honum. Hann sagði að staðgengill hans, Johannes Boie, myndi sameina „ágæti blaðamanna og nútíma forystu“.

mbl.is