Fann 900 ára gamalt riddarasverð

Jacob Sharvit hjá ísraleskum fornleifastofnuninni með sverðið.
Jacob Sharvit hjá ísraleskum fornleifastofnuninni með sverðið. AFP

Áhugakafari sem var í könnunarleiðangri undan ströndum Ísraels fann sverð sem talið er að hafi tilheyrt krossferðariddara fyrir 900 árum síðan.

Shlomi Katzin fann sverðið, sem er einn metri að lengd, undan grunnum ströndum borgarinnar Haifa. Sverðið var umvafið sjávargróðri þegar það fannst, að sögn BBC.

AFP

Fornleifafræðistofnun Ísraels sagði að sverðið verði haft til sýnis fyrir almenning um leið og búið er að hreinsa það og rannsaka.

Krossferðirnar hófust árið 1095 og héldu áfram í margar aldir. Kristnir Evrópubúar ferðuðust til Mið-Austurlanda til að reyna ná stjórn yfir borginni Jerúsalem og fleiri landsvæðum af múslimum.

Að sögn yfirmanns hjá fornleifafræðistofnuninni veitti Carmel-strönd, þar sem sverðið fannst, skipum skjól fyrir slæmu veðri í margar aldir.

„Þessar aðstæður urðu til þess að mörg skip fóru þangað í gegnum aldirnar og skildu þau eftir sig merkar fornminjar,“ sagði hann.

Vígalegur.
Vígalegur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert