Losuðu Red Bull dós úr kjafti sels

Dósin var föst í neðri kjálka selsins og virtist þjáður.
Dósin var föst í neðri kjálka selsins og virtist þjáður. Mynd/Skjáskot BBC

Selur með með Red Bull dós fasta í neðri kjálkanum, sem hafnarlögreglan í Belfast Lough á Norður-Írlandi hafði reynt að finna og bjarga, hefur nú verið frelsaður undan dósinni af lögreglunni á Skotlandi. BBC greinir frá.

Selurinn, sem augljóslega var þjáður vegna dósarinnar, hafði sést nokkrum sinnum við strönd Norður-Írlands frá því 6. október. Hafnarlögreglan í Belfast Lough hafði gert tilraun til að losa dósina í eitt skipti en selurinn synti í burtu og sást ekki aftur fyrr en við Skotland.

Talið var að selurinn ætti á að hættu að drukkna vegna dósarinnar og vegna þess hve þjáður hann var og þótti því mikilvægt að finna hann. Talsmaður lögreglunnar í Skotlandi, sem tók þátt í björguninni, hvatti fólk til að gæta betur að því hvernig og hvar það henti rusli, sérstaklega í grennd við sjó og vatnasvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert