N-kóreskri eldflaug skotið úr kafbáti

Fylgst með eldflaugaskotinu í morgun.
Fylgst með eldflaugaskotinu í morgun. AFP

Suðurkóreski herinn telur að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr kafbáti í sjóinn í morgun.

Þessi eldflaugatilraun kemur á sama tíma og bæði Suður- og Norður-Kórea hafa verið að styrkja vopnabúr sín.

Óttast er að vopnakapphlaup gæti hafist á svæðinu. Fram kemur að Suður-Kórea og Bandaríkin séu að rannsaka málið.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í janúar síðastliðinum að þau ættu kafbát sem gæti skotið eldflaugum sem þessum og sögðu þetta „öflugasta vopn heimsins“, að sögn BBC.

Norður-Kóreu hefur verið bannað að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar, samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is