Eldgos í japanska fjallinu Aso

Eldgos er hafið í japanska eldfjallinu Aso með tilheyrandi öskuskýi sem nær þúsundir metra upp í loftið.

Engar fregnir hafa borist af meiðslum fólks en fjallið er staðsett í suðvesturhluta Japans.

Lögreglan kannar hvort göngufólk hafi verið á ferðinni á fjallinu og hefur almenningur verið varaður við því að vera nálægt því. 

Almannavarnastig á svæðinu hefur verið hækkað í 3 af 5 mögulegum.

Lítið eldgos varð í Aso árið 2019. Mannskæðasta eldgos Japans í næstum 90 ár varð aftur á móti árið 2014 þegar fjallið Ontake gaus með þeim afleiðingum að 63 fórust.

Aso er 1.592 metra hátt og vinsæll ferðamannastaður.  

Gríðarmikil aska fylgir eldgosinu.
Gríðarmikil aska fylgir eldgosinu. AFP
mbl.is