Fundu muni frá unnusta Petito

Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum.
Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum. AFP

Réttarmeinafræðingur og leitarhundur á vegum Sarasota-héraðs fundu í dag muni í eigu Brian Laundrie, fyrrverandi unnusta Gabby Petito sem fannst látin í september í skóglendi í Bridger-Teton. Kemur þetta fram í frétt CNN.

Foreldrar Laundrie, Chris og Roberta Laundrie, tilkynntu alríkislögreglunni og lögreglunni í North Port í dag að þau myndu taka þátt í leit að Laundrie um morguninn, að sögn lögmanns fjölskyldunnar.

Stuttu eftir að fjölskyldan mætti á svæðið fundust munir í eigu Laundrie. Lögreglan stendur nú fyrir frekari leit á svæðinu.

Gabby Petito fannst látin þann 21. september og hefur fyrrverandi …
Gabby Petito fannst látin þann 21. september og hefur fyrrverandi unnusti hennar Brian Laundrie legið undir grun í málinu. AFP

Enn ekki vitað hvar Laundrie er niðurkominn

Þögn Laundrie-fjölskyldunnar hefur vakið nokkra tortryggni í málinu en foreldrar Laundrie neituðu að gefa lögreglu upplýsingar um hvar Laundrie væri niðurkominn þegar leit var hafin að Petito.

Laundrie hefur verið grunaður um aðild að manndrápinu en ekkert hefur spurst til hans frá 14. september, þremur dögum eftir að leit að Petito hófst, þann 11. september. Líkamsleifar Petito fundust tíu dögum síðar og hafa réttarmeinarfræðingar komist að því að dánarorsökin hafi verið kyrking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert